Pages

Monday 15 March 2010

nýtt verkefni



hæhæhæ, vorum að fá nýtt verkefni, voðalega spennandi. eigum semsagt að teikna fatalínu, með 15 fullkláruðum "átfittum". erum að vinna í hópum 2 og 2 saman, og ég er í hóp með dreng sem heitir Søren. til þess að vinna verkefnið fengum við ljósrit af þremur málverkum, við höfum valið að nota dýrin sem við finnum, það eru hundar og froskar og allskonar, og svo höfum við búið til mismunandi brúður á pinnum til þess að nota með því. erum bara rétt að komast í gang og vorum að taka myndir af því áðan, svo ég set einhvað meira hérna inn seina þegar við erum búin að fara í gegnum það.

síðasta vika var alger geðveiki með þennann jakka, er ekki ennþá alveg búin að klára minn, en á eftir að sauma fóðrið í og finna út með kragann, annars hlakkar mér til að vera búinn með hann og taka myndir af honum.

helgin var svo voða góð, náði að slappa af á föstudaginn og svo á laugardag fórum við nokkur af "gömlu" nemendunum inn til árósa, í afmælisveislu hjá stelpu sem var hér á síðasta ári, voða gaman að komast aðeins út fyrir skólann.
röltum svo nokkur til 7/11 í gær og keyptum ben&jerrys og borðuðum ís og tókum því rólega.

annars er einhver ælupestarvírus í gangi núna, liggja 12 veikir núna og það eru einhverjir sema hafa verið með það um helgina. þarf að passa vel upp á allt svona þegar við búum svona mörg svona nálægt, svo í dag var allt hreinsað með spritti, dyrahandföng, ljósaslökkvarar, vaskar og klósett og svo er búið að sérmerkja klósett sem bara þeir veiku nota, frekar fyndið, allt stússið í kringum það. en ég vona að ég fái ekki þessa flensu, voðalega óþæginlegt held ég. þeir veiku eiga líka bara að halda sig inni á herbergjununm sínum og fá aðra til að koma með mat til þeirra því þau fá ekki að fara í eldhúsið..

annars er farið að hlýna hjá okkur núna og sólin skín, mestallur snjórinn bráðnaður, elska það! orðið bjart á morgnanna þegar ég vakna og er glöð í hjartanu með sólinni :)
styttist svo í að ég komi heim til sæta íslands, get ekki beðið, hlakkar svo til, en það verður 31. mars :)

yfir og út! :)


ég í lady gagna bolnum mínum

No comments:

Post a Comment